Ótrúlegur leikur er Werder Bremen sló út Dortmund í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2019 22:28 Leikmenn Werder fagna í kvöld. vísir/getty Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019 Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira