Ótrúlegur leikur er Werder Bremen sló út Dortmund í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2019 22:28 Leikmenn Werder fagna í kvöld. vísir/getty Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019 Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019
Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira