Ótrúlegur leikur er Werder Bremen sló út Dortmund í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2019 22:28 Leikmenn Werder fagna í kvöld. vísir/getty Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019 Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Werder Bremen er komið í átta liða úrslit þýska bikarsins eftir að hafa klárað Dortmund í vítaspyrnukeppni á Westfalen-leikvanginum í kvöld. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma, eftir framlengingu var hún 3-3 og eftir vítaspyrnukeppnina endaði leikurinn 7-5. Gestirnir frá Brimarborg komust yfir á fimmtu mínútu. Aukaspyrna Max Kruse fór í gegnum teiginn þar sem Milot Rashica náði að ýta boltanum yfir línuna. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn aukaspyrnu. Marco Reus tók aukaspyrnuna og hún var frábær. Steinlá í horninu og Jiri Pavlenka kom engum vörnum við. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik en bæði lið fengu heldur betur færi. Eric Oelschlagel, markvörður Dortmund, varði frábærlega aukaspyrnu og Dortmund skallaði í slá. Staðan var þó 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Það var Bandaríkjamaðurinn, Christian Pulisic, sem kom Dortmund yfir á fimmtándu mínútu framlengarinnar en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. Gestirnir voru ekki hættir því á 108. mínútu varð staðan aftur jöfn. Hinn reynslumikli Claudio Pizarro fékk sendingu inn á teiginn, tók skemmtilega við boltanum og kom boltanum framhjá Eric. Dortmund komst aftur yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Eftir frábæran sprett Maximilian Philipp barst boltinn til Achraf Hakimi sem kom boltanum í netið en í aðdragandanum vildu gestirnir frá hendi og voru gjörsamlega æfir út í Felix Brych, dómara leiksins. Dramatíkinni var ekki lokið. Hornspyrna Max Kruse fór beint á kollinn á framherjanum Martin Harnik sem stangaði boltann í netið. Ótrúlegur leikur og ótrúleg framlenging og staðan 3-3. Því þurfti að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var markvörður Werder, Jiri Pavlenka, en hann varði tvær fyrstu vítaspyrnur heimamanna. Werder skoraði úr öllum spyrnum sínum. Werder Bremen er því komið áfram í átta liða úrslitin ásamt HSV og Heidenheim sem gerði sér lítið fyrir og sló út Leverkusen í dag. Bayern Munchen spilar við Herthu frá Berlín annað kvöld.GEEEEEET IN!!! unglaublich! so stolz auf das team!!! #WERDER — Aron Jóhannsson (@aronjo20) February 5, 2019
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira