Lífið samstarf

Nýtt par á Reykjavík Meat

Reykjavík Meat kynnir
Á Reykjavík Meat er mikið lagt upp úr eðalsteikum og sérvöldu víni með. Sérstakur matseðill í boði um helgina.
Á Reykjavík Meat er mikið lagt upp úr eðalsteikum og sérvöldu víni með. Sérstakur matseðill í boði um helgina. Vilhelm
Veitingastaðurinn Reykjavík Meat hefur á skömmum tíma stimplað sig inn í matarflóru borgarinnar en staðurinn var opnaður í september síðastliðinn.  Sérvaldar steikur og sérvalin vín eru aðalsmerki staðarins enda meyr steik gott rauðvín og óaðskiljanleg tvenna í huga margra matgæðinga. Starfsfólk Reykjavík Meat leggur þó ekki einungis metnað í að para léttvín með mat heldur hefur það tekið upp á því að para saman mat og vískí.

Almar Yngvi Garðarsson, veitingastjóri Reykjavík Meat.
„Þetta er nýjung á Íslandi. Það er vel þekkt úti í heimi að para viskí með góðri steik en ekki endilega svo þekkt að para það með öðrum réttum, forréttum og eftirréttum. Við prófuðum að setja saman slíkan seðil, fjögurra rétta, enda leggjum við mjög mikið upp úr góðum vínum og erum ávallt með vínpörun með öllum okkar mat,“ segir Almar Yngvi Garðarsson, veitingastjóri Reykjavík Meat. Í dag og fram á sunnudag gefst gestum tækifæri á að upplifa hvernig til tókst og panta fjögurra rétta viskí-matseðil á 6.950 krónur.

Almar segir kúnst að para saman vín og mat og galdurinn felist í því að hvort vegi hitt upp, að vínið dragi fram bragðið í matnum og öfugt. Þegar vel takist til sé upplifunin einstök

„Viskípörunin kemur skemmtilega á óvart. Ég var sjálfur skeptískur og átti von á að drykkurinn tæki yfir bragðið af matnum en þvert á móti opnast alveg nýr bragðheimur. Það liggja miklar pælingar á bak við seðilinn hjá okkur og við notum einnig viskí í réttina sjálfa. Þannig fáum við gott jafnvægi á milli,“ segir Almar og bætir við að viskímenningin blómstri á Íslandi.

„Við Íslendingar erum að þroskast í allri vínmenningu og vískí er þar engin undantekning. Fólk fær sér viskí í meira mæli sem fordrykk í staðinn fyrir kokteil og kann einnig að meta reykt bragð,“ segir Almar. Hann á von á að fleiri tilraunir verði gerðar með vínpörun á Reykjavík Meat í framhaldinu enda sé talsverður spenningur fyrir viskíseðlinum.

„Það er þegar orðið þétt bókað og bara örfá sæti laus um helgina. Ég býst sterklega við því að við gerum þetta aftur og pörum þá kannski aðra tegund. Við erum dugleg að búa til skemmtileg tilboð og viljum geta tekið á móti öllum. Við erum steikhús í gegn og Sashi steikurnar okkar hafa vakið athygli en við bjóðum einnig fisk, grænmetisrétti og vegan. Á sunnudagskvöldum erum við með steikarveislur sem hafa mælst afar vel fyrir.  

Viðtökurnar hafa verið frábærar alveg frá því við opnuðum staðinn. Enda lögðum við mikla vinnu í hann og til dæmis var Stefán Magnússon, hönnuður staðarins, tvö ár að upphugsa öll smáatriði. Staðurinn er frekar dökkur og ég vil meina að því dekkri sem veitingastaður er því betri. Það er svo kósý og notalegt hérna inni að fólk steingleymir að líta á klukkuna.“

Nánar á www.rvkmeat.is



Þessi kynning er unnin í samstarfi við Reykjavík Meat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×