Innlent

SAS skildi far­angur Ís­lands­fara eftir í Ósló vegna slæms veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. SAS
Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi.

Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi.

Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.

Karin Nyman.SAS

Óvenjulegar aðstæður

„Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða.

Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun.

Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.