Íslenski boltinn

Breiðablik burstaði Grindavík

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viktor Karl Einarsson skoraði eitt.
Viktor Karl Einarsson skoraði eitt. Blikar.is

Breiðablik mun leika til úrslita í Fótbolta.net mótinu en það varð ljóst eftir að liðið vann stórsigur á Grindavík í Fífunni í dag. 

Aron Bjarnason kom Blikum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik hrukku svo Blikarnir af alvöru í gang og skoruðu fjögur mörk, Brynjólfur Darri Willumsson 2, Kwame Quee 1 og Viktor Karl Einarsson 1. 

Lokatölur því 5-0 fyrir Breiðablik og sigra þeir því riðil 2 þar sem þeir fengu sjö stig, HK fimm, Grindavík fjögur og ÍBV ekkert. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.