Breiðablik mun leika til úrslita í Fótbolta.net mótinu en það varð ljóst eftir að liðið vann stórsigur á Grindavík í Fífunni í dag.
Aron Bjarnason kom Blikum yfir strax á fimmtu mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik hrukku svo Blikarnir af alvöru í gang og skoruðu fjögur mörk, Brynjólfur Darri Willumsson 2, Kwame Quee 1 og Viktor Karl Einarsson 1.
Lokatölur því 5-0 fyrir Breiðablik og sigra þeir því riðil 2 þar sem þeir fengu sjö stig, HK fimm, Grindavík fjögur og ÍBV ekkert.
Breiðablik burstaði Grindavík
