Lífið

Britney Spears tekur frí frá sýningum vegna veikinda föður síns

Sylvía Hall skrifar
Sýning Britney Spears í Las Vegas hefur notið mikilla vinsælda.
Sýning Britney Spears í Las Vegas hefur notið mikilla vinsælda. Getty/Gabe Ginsberg

Poppstjarnan Britney Spears tilkynnti í gær að hún hygðist taka frí frá sýningum sínum í Las Vegas til þess að hlúa að föður sínum. Faðir hennar, Jamie Spears, glímir við alvarleg ristilvandamál.

Í færslu á Twitter-síðu sinni í gær sagði Britney aðdáendum sínum að hún myndi ekki koma fram í nýrri sýningu sinni, Domination, á næstunni vegna veikindanna. Söngkonan segist vera miður sín vegna þessa.

„Ég veit ekki hvar skal byrja þar sem þetta er svo erfitt fyrir mig. Ég mun ekki koma fram í nýju sýningunni minni Domination. Ég er búin að hlakka til sýningarinnar og að sjá ykkur í ár svo þetta brýtur í mér hjartað,“ skrifaði söngkonan.
Hún segir þó fjölskylduna vera ofar í forgangsröðuninni og þetta hafi verið ákvörðun sem hún þurfti að taka. Faðir hennar hafi einnig verið lagður inn á spítala fyrir nokkrum mánuðum og næstum dáið í það skiptið.

„Við erum þakklát að hann lifði það af en það er langur vegur eftir.“
Aðdáendur söngkonunnar geta fengið endurgreitt og hún vonar að þeir sýni þessu skilning. Þá þakkar hún stuðninginn að lokum.

„Takk, ég elska ykkur öll – alltaf.“
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.