Styður Choupo-Moting: Hef klúðrað miklu fleiri færum en þú í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 12:30 Choupo-Moting bjargar á línu fyrir Strasbourg. vísir/getty Eric Maxim Choupo-Moting, framherji Paris Saint-Germain, kom sér í fréttirnar með ótrúlegu klúðri í leik gegn Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Choupo-Moting byrjaði reyndar vel og kom PSG yfir á 13. mínútu. Strasbourg jafnaði á 26. mínútu og skömmu síðar fékk Choupo-Moting algjört dauðafæri til að skora sitt annað mark. Það tókst þó ekki betur en svo en hann stoppaði boltann á marklínunni og kom Strasbourg til bjargar.Is this the worst miss of all time? Eyebrows were raised when PSG signed Eric Maxim Choupo-Moting from relegated Stoke City... But this is something elsepic.twitter.com/zSudeXAl1b — Football on BT Sport (@btsportfootball) April 7, 2019 Myndband af klúðri Choupo-Motings fór eins og eldur í sinu um netheima í gær enda ótrúlegt atvik. Strasbourg komst yfir á 38. mínútu en Thilo Kehrer jafnaði fyrir PSG átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2. Með sigri hefði PSG tryggt sér Frakklandsmeistaratitilinn. Kylian Mbappé kom inn á fyrir Choupo-Moting eftir klukkutíma. Eftir leikinn setti franska ungstirnið inn færslu á Instagram með hughreystandi skilaboðum til félaga síns. „Leitt með titilinn í kvöld. Við reyndum hvað við gátum. Ég styð Choupo-Moting. Ég hef klúðrað miklu fleiri færum en þú á tímabilinu. Við stöndum saman sem lið og styðjum þið allt til enda,“ skrifaði Mbappé. View this post on InstagramDommage pour le titre ce soir, on a essayé de faire comme on a pu... Un big up à MCM17, j’en ai raté bien plus que toi cette saison, on reste un groupe uni et on te soutiendra jusqu’à la fin . ICI C’EST PARIS @mr.choupoA post shared by Kylian Mbappé (@k.mbappe) on Apr 7, 2019 at 4:50pm PDT Choupo-Moting kom nokkuð óvænt til PSG fyrir tímabilið. Á síðasta tímabili lék hann með Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Kamerúnski framherjinn hefur verið í aukahlutverki hjá PSG í vetur. Hann hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum og skorað þrjú mörk. Þrátt fyrir jafnteflið í gær á PSG sigurinn vísan í frönsku deildinni. Liðið er með 20 stiga forskot á Lille og á auk þess leik til góða. Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting, framherji Paris Saint-Germain, kom sér í fréttirnar með ótrúlegu klúðri í leik gegn Strasbourg í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Choupo-Moting byrjaði reyndar vel og kom PSG yfir á 13. mínútu. Strasbourg jafnaði á 26. mínútu og skömmu síðar fékk Choupo-Moting algjört dauðafæri til að skora sitt annað mark. Það tókst þó ekki betur en svo en hann stoppaði boltann á marklínunni og kom Strasbourg til bjargar.Is this the worst miss of all time? Eyebrows were raised when PSG signed Eric Maxim Choupo-Moting from relegated Stoke City... But this is something elsepic.twitter.com/zSudeXAl1b — Football on BT Sport (@btsportfootball) April 7, 2019 Myndband af klúðri Choupo-Motings fór eins og eldur í sinu um netheima í gær enda ótrúlegt atvik. Strasbourg komst yfir á 38. mínútu en Thilo Kehrer jafnaði fyrir PSG átta mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2. Með sigri hefði PSG tryggt sér Frakklandsmeistaratitilinn. Kylian Mbappé kom inn á fyrir Choupo-Moting eftir klukkutíma. Eftir leikinn setti franska ungstirnið inn færslu á Instagram með hughreystandi skilaboðum til félaga síns. „Leitt með titilinn í kvöld. Við reyndum hvað við gátum. Ég styð Choupo-Moting. Ég hef klúðrað miklu fleiri færum en þú á tímabilinu. Við stöndum saman sem lið og styðjum þið allt til enda,“ skrifaði Mbappé. View this post on InstagramDommage pour le titre ce soir, on a essayé de faire comme on a pu... Un big up à MCM17, j’en ai raté bien plus que toi cette saison, on reste un groupe uni et on te soutiendra jusqu’à la fin . ICI C’EST PARIS @mr.choupoA post shared by Kylian Mbappé (@k.mbappe) on Apr 7, 2019 at 4:50pm PDT Choupo-Moting kom nokkuð óvænt til PSG fyrir tímabilið. Á síðasta tímabili lék hann með Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Kamerúnski framherjinn hefur verið í aukahlutverki hjá PSG í vetur. Hann hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum og skorað þrjú mörk. Þrátt fyrir jafnteflið í gær á PSG sigurinn vísan í frönsku deildinni. Liðið er með 20 stiga forskot á Lille og á auk þess leik til góða.
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira