Chris Hemsworth mun leika Hulk Hogan Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 07:54 Myndin mun einblína á hvernig Hogan varð að stærsta nafni glímuheimsins. Vísir/EPA Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International. Bandaríkin Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur komist að samkomulagi um að leika bandaríska fjölbragðaglímukappann Hulk Hogan í mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar verður Todd Phillips sem á að baki myndirnar Old School, The Hangover og væntanlega Joker-mynd. Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum en einnig voru gerðir tölvuleikir þar sem hann kom fyrir. Hulk Hogan heitir í raun Terry Gene Bollea en hann hóf feril sinn seint á áttunda áratug síðustu aldar í Flórída. Þegar hann gekk til liðs við WWF-fjölbragðaglímusambandsins mætti hann oft Andre the Giant sem illmenni. Síðar meir varð hann ein af hetjum sambandsins en undir lok níunda áratugar síðust aldar var hann orðið eitt þekktasta andlit Bandaríkjanna enda komið víða við. Verið á forsíðu fjölda tímarita, reglulegur gestur í spjallþáttum og hafði meira að segja fengið eigin teiknimyndaþætti sem ætlaði voru börnum. Frægðarsól hans fór hins vegar hratt niður á við og við upphaf þessarar aldar höfðu erfiðleikar í einkalífinu tekið yfir. Hann rataði þó í fréttirnar fyrir nokkrum árum vegna kynlífsmyndbands sem vefurinn Gawker fjallaði um og endaði með að þurfa að greiða Hogan tuga milljóna dollara í bætur fyrir. Myndin mun þó ekki fjalla um seinni ár Hogans heldur einblína á hvernig hann varð að stærsta nafni glímuheimsins. Hemsworth er án ef þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Thor í Marvel-kvikmyndaheiminum en í sumar mun hann sjást í Avengers: Endgame og Men in Black: International.
Bandaríkin Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira