Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2019 19:15 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. Mikill einhugur og baráttuandi sé meðal þeirra félagsfólks. Viðræðunefnd félaganna hitti samninganefnd atvinnurenda hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö og þar var atburðarásin hröð. Fundarhöld voru stutt hjá deiluaðilum í dag, eða um 45 mínútur. Á þeim tíma var mikið flakkað á milli herbergja þar sem viðræðunefnd Eflingar, verkalýðsfélaganna á Akranesi og í Grindavík ásamt VR þurftu nokkrum sinnum að funda í sínum eigin röðum á milli þess sem þau funduðu með atvinnurekendum. En eftir síðustu útgöngu fulltrúa verkalýðsfélaganna af sameiginlegum fundi var stundin runnin upp og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi við fréttamenn.Okkur skilst að það sé búið að slíta viðræðum. Hver eru ykkar fyrstu viðbrögð? „Viðsemjendur okkar lýstu yfir árangurslausum viðræðum hér á fundi með ríkissáttasemjara rétt í þessu. Þannig að nú fer deilan í annan gír. Hún fer hins vegar ekkert frá okkur,“ segir Halldór.„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ En frá og með deginum í dag verða deiluaðilar boðaðir á tveggja vikna fresti til ríkissáttasemjara. Næsti fundur gæti því orðið um það leyti sem fyrstu aðgerðir verkalýðsfélaganna eru að skella á hafi ekki samist. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félögin til í slaginn. Hverjar verða fyrstu aðgerðir sem þið ætlið að boða til. Þið hljótið að hafa hugsað út í það? „Við höfum sannarlega hugsað út í það. En á þessum tímapunkti ætla ég ekki að upplýsa um það. En við erum komin mjög langt með slíka undirbúningsvinnu,“ segir Sólveig Anna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir aðgerðarplan verða kynnt samninganefndum á morgun. Á næstu dögum verði síðan boðað til atkvæðagreiðslu um fyrstu aðgerðir. „Hér stefnum við bara í eina átt. Það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram. Þá atburðarás erum við að teikna upp. Já það stefnir í átök og það stefnir í verkföll,“ segir Ragnar Þór.Munu fara í aðgerðir þar sem þær skipta máliFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tilboð samtakanna frá því í síðustu viku marka það svigrúm sem væri til skiptanna ef takast eigi að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta og góðu atvinnustigi.„Að því sögðu getum við ekki sem ábyrgur samningsaðili hvikað frá því tilboði og þar við sat í dag. Ég held að mjög margir geti tekið undir það sjónarmið SA að það sé mjög mikilvægt að við röskum ekki þeim verðstöðugleika sem ríkt hefur á Íslandi á undanförnum árum,“ segir Halldór BenjamínVerkalýðsfélögin reikna með fyrstu aðgerðum fljótlega og segja að þær muni koma mörgum á óvart.Munið þið byrja í aðgerðum sem eru sársaukalitlar eða munið þið strax fara í sársauka miklar aðgerðir sem skipta miklu máli?„Við bara hugsum þetta mjög taktískt. Þannig að við munum fara í aðgerðir þar sem þær virkilega skipta máli,“ segir formaður Eflingar.Og þegar talað er um ábyrgð verkalýðsfélaganna á stöðu efnahagsmála vísa formennirnir til ábyrgðar samfélagsins og fyrirtækja á að tryggja vinnuaflinu viðunandi lífskjör.„Hér er bara hópur fólks sem þrátt fyrir langa vinnudaga, þrátt fyrir að starfa undir miklu álagi, þrátt fyrir að starfa sannarlega við undirstöðugreinar nær samt aldrei að vinna sér inn nógu mikið til að geta strokið um frjálst höfuð efnahagslega. En þetta er bara staðreynd í íslensku samfélagi. Þessu vellauðuga en fámenna samfélagi. Þetta er staðreynd sem við hljótum öll að skammast okkur fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira