Ísland fær aftur CrossFit mót en nú fer það fram í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:00 Annie Mist, Katrín Tanja og Sara kepptu allar á heimsleiknum í ár en engin þeirra var með á CrossFit mótinu á Íslandi fyrr á þessu ári. Kannski breytist það á mótinu sem verður í mars. Fréttablaðið/Ernir Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni. CrossFit Reykjavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira
Ísland mun halda eitt af 28 CrossFit mótum sem munu gefa sæti á heimsleikunum 2020 en CrossFit samtökin hafa gefið út hvar og hvenær þessi mót fara fram. Reykjavík CrossFit Championship fór fram frá 3. til 5. maí í ár en færist nú fram um næstum því tvo mánuði. Reykjavík CrossFit Championship 2020 fer fram frá 3. til 5. apríl. Það var fyrst sett frá 13. til 15. mars en hefur nú verið fært fram um mánuð. Stærstu íslensku CrossFit stjörnurnar voru búnar að tryggja sig inn á heimsleikana þegar mótið fór fram í maí en nú verður vonandi eftirsóknarverðara fyrir þær að keppa á heimavelli. Íslenska CrossFit fólkið mun þó fá fullt af tækifærum til að tryggja sér sína farseðla fyrir mótið á Íslandi sem verður númer tólfta í röðinni af mótum sem gefa sæti á heimsleikunum. CrossFit Sanctionals tímabilið fer nú fram frá nóvember 2019 til byrjun júlí 2020. Í fyrra fór bara eitt CrossFit mót fram fyrir áramót en nú verða fjögur CrossFit mót í lok þessa árs. Alls fara fram 28 mót í 21 landi og verða þau í sex heimsálfum.CALENDARIO 2020 CrossFit. 28 eventos, 21 países diferentes y 6 continentes . El 10 de octubre comienzan 5 semanas de Open 2020.Más tarde comienzan los eventos oficiales que dan a sus ganadores pase directo a los #CrossFitGames 2020. By #TheTraktor#CrossFitpic.twitter.com/9sg4Q7MbZA — J.M. Orozco (@aurus957) August 8, 2019Löndin sem fá að halda CrossFit mót á næsta tímabili eru auk Íslands: Bandaríkin, Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Írland, Argentína, Bretland, Suður Afríka, Noregur, Brasilía, Ástralía, Þýskaland, Kanada, Egyptaland, Ítalía, Spánn, Holland, Frakkland og Mexíkó. Dúbæ mótið var fyrsta mótið í fyrra og fór það fram í desember. Fyrsta mótið í ár sem gefur sæti á heimsleikunum í CrossFit 2020 fer nú fram frá 22. til 24 nóvember og verður í Dublin á Írlandi. Mótið heitir CrossFit Filthy 150. Mót númer tvö fer fram í Kína og Dubai CrossFit Championship er nú þriðja í röðinni. Það verður einnig mót í Argentínu rétt fyrir jólin. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki á öllum 28 CrossFit mótunum tryggja sér sæti á heimsleikunum 2020. Þangað komast líka tuttugu efstu í „Open“ hlutanum auk þeirra bestu frá hverju landi eins og var einnig í ár. Þátttökufjöldinn á heimsleikunum 2020 verður því svipaður í ár þegar hann tók mikið stökk og CrossFit samtökin tóku upp umdeildan niðurskurð í miðri keppni.
CrossFit Reykjavík Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Sjá meira