Síðasta haustið frumsýnd á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni LB skrifar 1. júlí 2019 09:15 Myndin Síðasta haustið var tekin í Árneshreppi á Ströndum árið 2016. Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður. Síðasta haustið hefur verið valin í keppni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og verður heimsfrumsýning myndarinnar þar í dag, 1. júlí. Hátíðin, sem fer fram í 54. sinn í ár, hófst 28. júní og mun standa yfir fram til 6. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er ein fárra svokallaðra „A“ hátíða. Leikstjóri er Yrsa Roca Fannberg og framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir og framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sá um klippingu. Hljóðhönnuður var Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Myndin er tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar fjórir bændur af átta hættu búskap. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg er 78 mínútna heimildarmynd um bændur sem bregða búi á Krossnesi í einum afskekktasta hreppi landsins, Árneshreppi á Ströndum. Þetta er önnur heimildarmynd Yrsu, en fyrsta mynd hennar Salóme var valin besta norræna heimildarmyndin á Nordisk Panorama 2014 og var það í fyrsta og eina sinn sem íslenskri heimildarmynd hefur hlotnast sá heiður. Síðasta haustið hefur verið valin í keppni á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi og verður heimsfrumsýning myndarinnar þar í dag, 1. júlí. Hátíðin, sem fer fram í 54. sinn í ár, hófst 28. júní og mun standa yfir fram til 6. júlí. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er ein sú elsta í heiminum og er ein fárra svokallaðra „A“ hátíða. Leikstjóri er Yrsa Roca Fannberg og framleiðandi myndarinnar er Hanna Björk Valsdóttir og framleiðslufyrirtæki eru Akkeri Films og Biti aptan bæði. Stjórn kvikmyndatöku var í höndum Carlos Vásquez Méndez og Federico Delpero Bejar sá um klippingu. Hljóðhönnuður var Björn Viktorsson, auk þess sem tónlist er eftir Gyðu Valtýsdóttur. Myndin er tekin á 16mm filmu, haustið 2016 í Árneshreppi á Ströndum þegar fjórir bændur af átta hættu búskap.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira