Fótbolti

Lést aðeins þremur árum eftir að átján ára fótboltaferli hans lauk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Walter Martinez með landsliði Hondúras á HM 2010.
Walter Martinez með landsliði Hondúras á HM 2010. Getty/Mike Hewitt
Hondúrinn Walter Martinez er látinn aðeins 37 ára að aldri en hann lék á sínum tíma 49 landsleiki fyrir þjóð sína.

Martinez lék síðast með kínverska félaginu Beijing Guoan og það var einmitt þar á bæ sem menn létu vita af andláti Walter Martinez.

Walter Martinez lést í New York í Bandaríkjunum eftir að hafa fengið hjartaáfall á mánudaginn. Hann var þá í heimsókn hjá José Chepo Fernández sem er annar fyrrum landsliðsmaður Hondúras.

Walter Martinez skoraði 12 mörk í 49 landsleikjum fyrir Hondurás en þrír þeirra voru á HM í Suður-Afríku árið 2010.

Hann lék sem framliggjandi miðjumaður eða sóknarmaður og var kallaður Pery.

Á átján ára fótboltaferli sínum þá spilaði Martinez fyrir félög eins og San Jose Earthquakes í Bandaríkjunum og Alaves á Spáni. Hann lagði skóna á hilluna árið 2016.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.