Arnar, sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganäs BC þar í landi, hefur spilað gríðarlega vel á túrnum í ár og farið áfram í 8 af þeim 9 mótum sem hann hefur tekið þátt í.
Hann vann meðal annars mót í Þýskalandi í júlí en það var annar sigur hans á túrnum. Einnig varð hann í öðru sæti í Óðinsvéum í byrjun september og í þriðja sæti á móti í Hollandi í mars.
Ranking Europatouren Herrar (12/13 tävlingar)
1. Arnar David Jonsson
2. @AdamCAndersson
3. @kimothy300
4. Carsten W. Hansen
5. Tomas Käyhkö
6. Niko Oksanen
7. @LuckyLarsen
8. Jesper Agerbo
9. Teemu Putkisto
10. William Svensson #Bowllikeaswedepic.twitter.com/we5OnrkG2z
— Bowlingförbundet (@Swebowl) October 16, 2019
Arnar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en hann tók þátt í móti á heimstúrnum í september sem fram fór í Tælandi.
Hann stefnir á frekari þáttöku í heimstúrnum og einnig stefnir hann á atvinnumannatúrinn sem fram fer í Bandaríkjunum.