Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2019 14:14 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra gaf út reglugerð í lok júní þar sem veiðiheimildir á makríl í íslenskri lögsögu voru auknar úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonn. Breski miðillinn The Guardian segir að í óbirtri sameiginlegri yfirlýsingu sendinefnda Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja um makrílveiðar séu Íslendingar harðlega gagnrýndir fyrir óábyrga stefnu í veiðunum. Sjávarútvegsráðherra segir Íslendinga hafa gert ítrekaðar tilraunir til að komast að þessu samningaborði í mörg ár. „Þessi þrjú ríki (ESB, Noregur og Færeyjar) sem þú nefnir tóku vitandi vits það hátt hlutfall vísindalegrar ráðgjafar af heildarveiði að þeim mátti vera ljóst að þau settu Ísland, Grænland og Rússland í mjög erfiða stöðu,“ segir Kristján Þór. Hann hafi hins vegar engan áhuga á að munnhöggvast við þessa aðila heldur fá að koma Íslendingum að samningaborðinu enda séu hagsmunir þjóðanna allra sameiginlegir í þessum efnum. „Fulltrúar okkar á þessum sameiginlegu fundum hafa tekið þetta ítrekað upp og lagt fram hugmyndir um nálgun að málinu. Á það hefur hingað til ekki verið fallist,“ segir sjávarútvegsráðherra. Það sé hjáróma hjá þessum ríkjum að tala um ábyrgðarleysi í veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem eigi eins og hinar þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljað fara að ráðleggingum sérfræðinga varðandi veiðarnar. „Það má nefna það líka að samkvæmt þeim upplýsingum sem mér hafa verið bornar hafa þessar þrjár þjóðir farið umfram ráðgjöf vísindamanna í afla töluvert umfram þann heildarafla sem Íslendingar hafa tekið úr þessum stofni alla tíð,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Evrópusambandið Færeyjar Grænland Noregur Rússland Sjávarútvegur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira