Lífið

Of Monsters and Men sendir frá sér teiknimynd við lagið Wars

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.

Í dag sendi sveitin Of Monsters and Men frá sér myndband við lagið Wars og er um að ræða teiknimynd.

Árangursríku ári fer nú senn að ljúka hjá Of Monsters and Men eftir útgáfu á nýjustu plötu þeirra, Fever Dream.

Platan hefur náð á topplista víðsvegar um heiminn og má þar helst nefna Billboard listann þar sem platan náði 1. sæti rokkplötu listans og þá náði lagið Alligator 1. sæti á AAA listanum.

Myndbandið er allt teiknað og var það unnið með WeWereMonkeys sem OMAM hefur áður unnið með en það voru myndböndin Little Talks og King and Lionheart.

Lagið Wars fjallar um stríð milli meðvitundar og undirmeðvitundar og myndbandið fangar það hvernig það er að vera dreginn á milli þessara tveggja heima.

Of Monsters and Men lauk nýverið við tónleikaferð sína um Evrópu og er að klára ferð sína um Norður Ameríku áður en sveitin heldur til Ástralíu og Japan. Þá er útlit fyrir stífa dagskrá á tónlistarhátíðum næsta sumar.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.