Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2019 10:30 Timothy ?Ray Brown. Þrátt fyrir mikinn og góðan árangur í baráttunni við heimsfaraldur eyðniveirunnar hafa aðeins tveir einstaklingar verið læknaðir af HIV-smiti. Sá fyrri hefur ætíð verið kallaður Berlínarsjúklingurinn, en heitir réttu nafni Timothy Ray Brown. Á þeim 12 árum sem liðin eru frá lækningu Browns hafa læknar og vísindamenn víða um heim freistað þess að endurtaka leikinn og þann 5. mars tilkynnti hópur lækna í Lundúnum að loks hefði annar einstaklingur verið læknaður með sömu aðferð og Brown tólf árum áður. Sá einstaklingur hefur ekki viljað láta greina frá nafni sínu, og er enn sem komið er kallaður Lundúnasjúklingurinn. Eyðniveiran, og hnattrænn faraldur hennar, hefur á undanförnum áratugum verið ótæmandi uppspretta hræðslu og válegra tíðinda. Veiran hefur haft bein áhrif á líf tugmilljóna einstaklinga á öllum aldri, á öllum stigum samfélagsins, og í öllum heimsins hornum. Með þessa staðreynd í huga er ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins 38 ár eru síðan veiran skaut fyrst upp kollinum í rannsóknarstofum vísindamanna hjá Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur HIV, sem veldur hæggengu niðurbroti ónæmiskerfisins, dregið í kringum 40 milljónir manna til dauða. Þetta eru í kringum 3 þúsund dauðsföll á dag, fyrir hvern dag síðan veiran uppgötvaðist í júní árið 1981. Engin veira hefur verið rannsökuð af jafn miklum krafti og HIV. Erfitt er að ímynda sér veiru sem hefur á jafn skömmum tíma skotið svo kirfilega rótum í meðvitund fólks. Um leið hafa vísindamenn háð langa, og oft á tíðum árangurslitla, baráttu við veiruna. Afrakstur þessarar miklu vinnu er þó einstakur. Með hjálp andretróveirulyfja getur smitaður einstaklingur í dag lifað nær eðlilegu lífi. Lífslíkur þeirra sem smitaðir eru af HIV nálgast nú lífslíkur ósmitaðra. Breska læknateymið sem annaðist Lundúnasjúklinginn greindi frá niðurstöðum sínum í vísindaritinu Nature snemma í þessum mánuði, en þar kom í ljós að veiran greindist ekki lengur í sjúklingi þeirra, 18 mánuðum eftir að hann hætti að taka andretróveirulyf. Læknarnir sjálfir vilja síður kalla þennan árangur „lækningu“ og kjósa þess í stað að tala um „langtíma bælingu HIV“. Þeir binda vonir við að veiran muni ekki greinast í einstaklingum aftur, rétt eins og tilfellið er hjá Berlínarsjúklingnum sem hefur í rúman áratug verið svo gott sem ósmitaður. Lundúnasjúklingurinn tilheyrir hópi 36 einstaklinga sem fengu sömu, eða svipaða, meðferð. Í þessum hópi eru nokkrir sem ekki hafa greinst með smit í rúmlega sex mánuði.HIV-veiran.Vísir/GettyLífeðlisfræðilegir eiginleikar HIV-veirunnar, eins og há tíðni stökkbreytinga og nær fordæmalaus hæfni hennar til að sýkja og drepa ónæmisfrumur, hefur gert vísindamönnum erfitt fyrir. Þar sem HIV sneiðir hjá og drepur náttúrulegar varnir líkamans hafa tilraunir til að þróa bóluefni skilað litlum árangri. Enn sem komið er eru andretróveirulyf besta leiðin til að halda veirunni í skefjum, og þá aðeins eftir smit. Berlínar- og Lundúnasjúklingurinn eiga margt sameiginlegt. Báðir voru á andretróveirulyfjum þegar þeir þróuðu með sér lífshættulegt eitlakrabbamein. Eftir að hefðbundin úrræði við krabbameini báru ekki árangur ákváðu læknarnir að reyna mergskipti. Blóð mannanna var eyðilagt með stórum skömmtum af frumudrepandi lyfjum og heilskönnun líkamans. Nýju blóði var sprautað í líkama þeirra – blóði sem virkjaði beinmerg til að framleiða nýjar og heilbrigðar blóðfrumur. Í tilfelli Lundúnasjúklingsins notuðu læknarnir blóðgjöf úr einstaklingi sem hafði tiltekna stökkbreytingu í geninu CCR5. Undir venjulegum kringumstæðum, í kringum 99 prósentum einstaklinga, stýrir CCR5 myndun próteins sem virkar sem dyr á ytra lagi frumna sem HIV getur gengið nokkuð óhindrað í gegnum. Blóðið sem Lundúnasjúklingurinn fékk kom frá einstaklingi sem er með stökkbreytingu í CCR5 sem hamlar inngöngu HIV. Þetta er í annað sinn á afar skömmum tíma sem CCR5-genið kemst í fréttirnar. Þessi tiltekna stökkbreyting í CCR5 er sú stökkbreyting sem kínverski erfðafræðingurinn He Jiankui freistaði þess að framkalla í fósturvísum með hjálp CRISPR-erfðabreytingatækninnar. Fyrr á þessu ári fæddust tvíburastúlkur sem báru hannaða erfðabreytingu Jiankui. Tilraunir hans hafa verið fordæmdar á þeim grundvelli að vera með öllu siðlausar og áhættusamar í ljósi þess að erfðabreytingatæknin er engan veginn örugg til að nota með þessum hætti. Þó svo að tilraunir breska læknateymisins hafi sannarlega borið árangur þá er ólíklegt að þær og tilfelli Berlínarsjúklingsins muni leiða til stórtækra breytinga í því hvernig HIV-smit er meðhöndlað. Báðir einstaklingar voru langt leiddir þegar ákveðið var að reyna mergskipti – þeir voru í raun við dauðans dyr – og slík aðgerð getur verið afar áhættusöm og varla réttlætanleg í flestum tilfellum þegar kúr andretróveirulyfja getur skilað jafn góðum árangri og raun ber vitni. Þó eru líkur á að mergskipti með blóðgjöf einstaklings með breytingu í CCR5 muni reynast þeim vel sem eru í sömu sporum og sjúklingarnir tveir voru í. Daginn eftir að breska læknateymið kynnti niðurstöður sínar birti annar hópur vísindamanna niðurstöður sem gefa til kynna að tveir aðrir HIV-smitaðir einstaklingar, sem einnig glímdu við blóðfrumukrabbamein, hefðu hlotið sambærilega meðferð og bæru ekki lengur merki þess að vera HIV-smitaðir. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn og góðan árangur í baráttunni við heimsfaraldur eyðniveirunnar hafa aðeins tveir einstaklingar verið læknaðir af HIV-smiti. Sá fyrri hefur ætíð verið kallaður Berlínarsjúklingurinn, en heitir réttu nafni Timothy Ray Brown. Á þeim 12 árum sem liðin eru frá lækningu Browns hafa læknar og vísindamenn víða um heim freistað þess að endurtaka leikinn og þann 5. mars tilkynnti hópur lækna í Lundúnum að loks hefði annar einstaklingur verið læknaður með sömu aðferð og Brown tólf árum áður. Sá einstaklingur hefur ekki viljað láta greina frá nafni sínu, og er enn sem komið er kallaður Lundúnasjúklingurinn. Eyðniveiran, og hnattrænn faraldur hennar, hefur á undanförnum áratugum verið ótæmandi uppspretta hræðslu og válegra tíðinda. Veiran hefur haft bein áhrif á líf tugmilljóna einstaklinga á öllum aldri, á öllum stigum samfélagsins, og í öllum heimsins hornum. Með þessa staðreynd í huga er ótrúlegt að hugsa til þess að aðeins 38 ár eru síðan veiran skaut fyrst upp kollinum í rannsóknarstofum vísindamanna hjá Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur HIV, sem veldur hæggengu niðurbroti ónæmiskerfisins, dregið í kringum 40 milljónir manna til dauða. Þetta eru í kringum 3 þúsund dauðsföll á dag, fyrir hvern dag síðan veiran uppgötvaðist í júní árið 1981. Engin veira hefur verið rannsökuð af jafn miklum krafti og HIV. Erfitt er að ímynda sér veiru sem hefur á jafn skömmum tíma skotið svo kirfilega rótum í meðvitund fólks. Um leið hafa vísindamenn háð langa, og oft á tíðum árangurslitla, baráttu við veiruna. Afrakstur þessarar miklu vinnu er þó einstakur. Með hjálp andretróveirulyfja getur smitaður einstaklingur í dag lifað nær eðlilegu lífi. Lífslíkur þeirra sem smitaðir eru af HIV nálgast nú lífslíkur ósmitaðra. Breska læknateymið sem annaðist Lundúnasjúklinginn greindi frá niðurstöðum sínum í vísindaritinu Nature snemma í þessum mánuði, en þar kom í ljós að veiran greindist ekki lengur í sjúklingi þeirra, 18 mánuðum eftir að hann hætti að taka andretróveirulyf. Læknarnir sjálfir vilja síður kalla þennan árangur „lækningu“ og kjósa þess í stað að tala um „langtíma bælingu HIV“. Þeir binda vonir við að veiran muni ekki greinast í einstaklingum aftur, rétt eins og tilfellið er hjá Berlínarsjúklingnum sem hefur í rúman áratug verið svo gott sem ósmitaður. Lundúnasjúklingurinn tilheyrir hópi 36 einstaklinga sem fengu sömu, eða svipaða, meðferð. Í þessum hópi eru nokkrir sem ekki hafa greinst með smit í rúmlega sex mánuði.HIV-veiran.Vísir/GettyLífeðlisfræðilegir eiginleikar HIV-veirunnar, eins og há tíðni stökkbreytinga og nær fordæmalaus hæfni hennar til að sýkja og drepa ónæmisfrumur, hefur gert vísindamönnum erfitt fyrir. Þar sem HIV sneiðir hjá og drepur náttúrulegar varnir líkamans hafa tilraunir til að þróa bóluefni skilað litlum árangri. Enn sem komið er eru andretróveirulyf besta leiðin til að halda veirunni í skefjum, og þá aðeins eftir smit. Berlínar- og Lundúnasjúklingurinn eiga margt sameiginlegt. Báðir voru á andretróveirulyfjum þegar þeir þróuðu með sér lífshættulegt eitlakrabbamein. Eftir að hefðbundin úrræði við krabbameini báru ekki árangur ákváðu læknarnir að reyna mergskipti. Blóð mannanna var eyðilagt með stórum skömmtum af frumudrepandi lyfjum og heilskönnun líkamans. Nýju blóði var sprautað í líkama þeirra – blóði sem virkjaði beinmerg til að framleiða nýjar og heilbrigðar blóðfrumur. Í tilfelli Lundúnasjúklingsins notuðu læknarnir blóðgjöf úr einstaklingi sem hafði tiltekna stökkbreytingu í geninu CCR5. Undir venjulegum kringumstæðum, í kringum 99 prósentum einstaklinga, stýrir CCR5 myndun próteins sem virkar sem dyr á ytra lagi frumna sem HIV getur gengið nokkuð óhindrað í gegnum. Blóðið sem Lundúnasjúklingurinn fékk kom frá einstaklingi sem er með stökkbreytingu í CCR5 sem hamlar inngöngu HIV. Þetta er í annað sinn á afar skömmum tíma sem CCR5-genið kemst í fréttirnar. Þessi tiltekna stökkbreyting í CCR5 er sú stökkbreyting sem kínverski erfðafræðingurinn He Jiankui freistaði þess að framkalla í fósturvísum með hjálp CRISPR-erfðabreytingatækninnar. Fyrr á þessu ári fæddust tvíburastúlkur sem báru hannaða erfðabreytingu Jiankui. Tilraunir hans hafa verið fordæmdar á þeim grundvelli að vera með öllu siðlausar og áhættusamar í ljósi þess að erfðabreytingatæknin er engan veginn örugg til að nota með þessum hætti. Þó svo að tilraunir breska læknateymisins hafi sannarlega borið árangur þá er ólíklegt að þær og tilfelli Berlínarsjúklingsins muni leiða til stórtækra breytinga í því hvernig HIV-smit er meðhöndlað. Báðir einstaklingar voru langt leiddir þegar ákveðið var að reyna mergskipti – þeir voru í raun við dauðans dyr – og slík aðgerð getur verið afar áhættusöm og varla réttlætanleg í flestum tilfellum þegar kúr andretróveirulyfja getur skilað jafn góðum árangri og raun ber vitni. Þó eru líkur á að mergskipti með blóðgjöf einstaklings með breytingu í CCR5 muni reynast þeim vel sem eru í sömu sporum og sjúklingarnir tveir voru í. Daginn eftir að breska læknateymið kynnti niðurstöður sínar birti annar hópur vísindamanna niðurstöður sem gefa til kynna að tveir aðrir HIV-smitaðir einstaklingar, sem einnig glímdu við blóðfrumukrabbamein, hefðu hlotið sambærilega meðferð og bæru ekki lengur merki þess að vera HIV-smitaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira