Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2025 21:21 Staðan klukkan 18 í kvöld í kapphlaupinu um söfnun undirskrifta til stuðnings jarðgöngum. grafík/Heiðar Aðalbjörnsson Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Frétt Sýnar síðastliðið fimmtudagskvöld varð til þess að keppninni var hleypt af stað. Þar var sagt frá því að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði fyrr um daginn fengið afhentar yfir tvöþúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að setja svokölluð Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun. Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson afhenti Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra síðastliðinn fimmtudag yfir tvöþúsund undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum.Bjarni Einarsson Fjarðagöng eru tvenn göng, annarsvegar 5,5 kílómetra löng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og hins vegar 6,8 kílómetra löng milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Saman myndu þau skapa hringleið um Mið-Austurland. Það myndi þýða að 13,3 kílómetra löng Fjarðarheiðargöng, milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, færu aftar í röðina, en í síðustu samgönguáætlun voru þau í fyrsta sæti. Frá snjómokstri á Fjarðarheiði.Skjáskot/Stöð 2 Seyðfirðingar brugðust skjótt við. Strax daginn eftir blésu þeir í herlúðra, hófu eigin undirskriftasöfnun til stuðnings Fjarðarheiðargöngum með því skýra markmiði að toppa hin göngin á sem skemmstum tíma. Þegar fylgismenn Fjarðaganga sáu undirskriftirnar hrannast upp hjá Seyðfirðingum svöruðu þeir með ákalli um fleiri undirskriftir til stuðnings sínum göngum. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar.Einar Árnason Það er skemmst frá því að segja að fylgismenn Fjarðarheiðarganga náðu um helgina að komast ofar í fjölda undirskrifta. Klukkan 18 í kvöld var staðan sú að Fjarðarheiðargöng voru komin með 2.436 undirskriftir en Fjarðagöng 2.325 undirskriftir. Þar munaði liðlega eitthundrað undirskriftum. Nánar hér í frétt Sýnar: Undirskriftasafnanirnar fara fram á Ísland.is og eru ekki bundnar við íbúa Austurlands. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðarheiðargöng. Hér er hægt að skrifa undir stuðning við Fjarðagöng. Á sama tíma og Austfirðingar takast á innbyrðis berast fréttir af því að jarðgöng á Norðurlandi geti skotist efst í forgangsröðina, Fljótagöng milli Fljóta og Siglufjarðar. Síðastliðinn föstudag bauð Vegagerðin út for- og verkhönnun Fljótaganga en útboðið hefur verið túlkað sem skilaboð um að þau verði næst í röðinni. Frá Siglufjarðarvegi um Stráka. Gangamunni Strákaganga framundan. Fljótagöngum er ætlað leysa af þennan veg.skjáskot/Sýn En innviðaráðherra boðar einnig að fjármagn verði sett í að undirbúa fleiri jarðgöng til útboðs. Þar má telja líklegt að þar verði á blaði bæði Súðavíkurgöng og Hvalfjarðargöng númer tvö og ef til vill fleiri. Það skýrist þegar ráðherrann kynnir samgönguáætlun, sem margir bíða í ofvæni eftir.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Fjarðabyggð Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tengdar fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. 15. nóvember 2025 20:10
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. 13. nóvember 2025 22:43