Katalónarnir náðu kjöri en óvissa ríkir um framhaldið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2019 06:15 Útlaginn Puigdemont telur sig nú njóta þinghelgi. Nordicphotos/AFP Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira