Innlent

Metaðsókn í Húsdýragarðinn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fallturninn er vinsæll.
Fallturninn er vinsæll. Fréttablaðið/Ernir
Alls heimsóttu 26 þúsund manns Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í maí. Aðeins hafa einu sinni fleiri sótt garðinn í maímánuði, en það var sama ár og garðurinn var opnaður, árið 1990. Til samanburðar má þess geta að í maí í fyrra voru gestir aðeins 13 þúsund og var það versti maímánuður garðsins frá upphafi.„Maí var annar aðsóknarmesti maímánuðurinn frá upphafi og júní fer mjög vel af stað,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.Hann segir að hann búist fastlega við því, ef veður verður áfram gott, að aðsóknin haldist góð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.