Serena sló út þá „bestu“ í heimi og komst í átta manna úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 12:30 Serena Williams fagnar sigri. Getty/Scott Barbour Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin í átta manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á efstu konu heimslistans í dag. Serena Williams vann þá hina rúmensku Simona Halep 6-1, 4-6 og 6-4 eftir hörku viðureign. Með þessum sigri komst Serena í fimmtugasta sinn í átta manna úrslit á risamóti í tennis. Tólf af þeim hafa verið á Opna ástralska.Grand Slam quarterfinals.@serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/pahugC4ct8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Simona Halep hefur verið í toppsæti heimslitans í 48 vikur eða síðan í febrúar 2018. Halep tapaði í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í fyrra en kemst ekki lengra en í fjórðu umferð í ár. Serena Williams er orðin 37 ára gömul og að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún hefur unnið 23 risamót á ferlinum eða fleiri en nokkur önnur í nútíma tennis. Hér fyrir neðan talar hún um Disney mynda áhorf dóttur sinnar.Frozen or Beauty and the Beast? It's a choice of two @Disney classics on movie night with @serenawilliams and Olympia #AusOpenpic.twitter.com/Td5X60khNM — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Williams dreymir hinsvegar um að slá met Ástralans Margaret Court sem vann 24 risamót frá 1960 til 1973. Hún komst í úrslitaleik Opna bandaríska mótsins í fyrra en tapaði þá óvænt fyrir Naomi Osaka frá Japan. Serena Williams mætir hinni tékknesku Karolína Pliskova í átta manna úrslitum og sigurvegarinn úr þeirri viðureignir keppir við sigurvegarann úr leik Naomi Osaka og Elina Svitolina frá Úkraínu. Í hinum tveimur viðureignum átta manna úrslitanna mætast Petra Kvitová og heimakonan Ashleigh Barty annarsvegar og Anastasia Pavlyuchenkova og Danielle Collins hinsvegar Serena Williams hefur sjö sinnum fagnað sigri á Opna ástralska meistaramótinu síðast árið 2017.The seven-time champion reigns supreme. @serenawilliams knocks out the world No.1 Simona Halep 6-1 4-6 6-4 to reach her 12 h #AusOpen quarterfinal. pic.twitter.com/bqFKeP8u81 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019 Tennis Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams er komin í átta manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á efstu konu heimslistans í dag. Serena Williams vann þá hina rúmensku Simona Halep 6-1, 4-6 og 6-4 eftir hörku viðureign. Með þessum sigri komst Serena í fimmtugasta sinn í átta manna úrslit á risamóti í tennis. Tólf af þeim hafa verið á Opna ástralska.Grand Slam quarterfinals.@serenawilliams#AusOpenpic.twitter.com/pahugC4ct8 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Simona Halep hefur verið í toppsæti heimslitans í 48 vikur eða síðan í febrúar 2018. Halep tapaði í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins í fyrra en kemst ekki lengra en í fjórðu umferð í ár. Serena Williams er orðin 37 ára gömul og að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún hefur unnið 23 risamót á ferlinum eða fleiri en nokkur önnur í nútíma tennis. Hér fyrir neðan talar hún um Disney mynda áhorf dóttur sinnar.Frozen or Beauty and the Beast? It's a choice of two @Disney classics on movie night with @serenawilliams and Olympia #AusOpenpic.twitter.com/Td5X60khNM — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019Williams dreymir hinsvegar um að slá met Ástralans Margaret Court sem vann 24 risamót frá 1960 til 1973. Hún komst í úrslitaleik Opna bandaríska mótsins í fyrra en tapaði þá óvænt fyrir Naomi Osaka frá Japan. Serena Williams mætir hinni tékknesku Karolína Pliskova í átta manna úrslitum og sigurvegarinn úr þeirri viðureignir keppir við sigurvegarann úr leik Naomi Osaka og Elina Svitolina frá Úkraínu. Í hinum tveimur viðureignum átta manna úrslitanna mætast Petra Kvitová og heimakonan Ashleigh Barty annarsvegar og Anastasia Pavlyuchenkova og Danielle Collins hinsvegar Serena Williams hefur sjö sinnum fagnað sigri á Opna ástralska meistaramótinu síðast árið 2017.The seven-time champion reigns supreme. @serenawilliams knocks out the world No.1 Simona Halep 6-1 4-6 6-4 to reach her 12 h #AusOpen quarterfinal. pic.twitter.com/bqFKeP8u81 — #AusOpen (@AustralianOpen) January 21, 2019
Tennis Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Sjá meira