Fékk gullverðlaunin loksins afhent 908 dögum síðar Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. nóvember 2019 07:30 Ásdís með gullverðlaunin um hálsinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Mynd/ÍSÍ Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfjaprófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Kristjánsdóttir náði fjórða sætinu í kúluvarpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Marínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smáþjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var tilkynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Marínó. „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að afhenda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kærkomin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjótkasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólympíuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjótkasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigurinn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferlinum sem ég er stolt af.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira