Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/Valli „Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
„Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira