Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. október 2025 13:33 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld ekki geta aðstoðað þegar börnin eru komin utan landsteinanna. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13