„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Minningarathafnir fara víða fram í dag í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá árás Hamas-samtakanna í Ísrael þar sem 1.200 voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Skömmu síðar hófu Ísraelar hernaðaraðgerðir á Gasa sem standa enn yfir en ríflega 67 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir í þeim aðgerðum. Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga nú í viðræðum í Egyptalandi þar sem unnið er eftir friðaráætlun Bandaríkjaforseta. Magnea Marínósdóttir, alþjóðastjórmálafræðingur, segir afarkosti í raun á borðinu og vonar að þar verði tekið fyrsta skrefið í átt að varanlegum frið. „Ef fyrsti áfanginn gengur eftir, sem er einfaldlega að leysa gíslana úr haldi og frelsa palestínska fanga, stöðva stríðið og draga herinn frá Gaza, að þá er auðvitað komin forsenda fyrir því að byggja upp þarna varanlegan frið og hafa þá einhver áhrif á því hvernig mun verða,“ segir Magnea. Myndum af þeim sem voru drepin í árás Hamas-liða á Nova-tónlistarhátíðinni hinn 7. október 2023 var í morgun komið fyrir á svæðinu þar sem hátíðin fór fram. vísir/AP Í friðaráætluninni er ekki minnst á möguleg brot gegn alþjóðalögum en Ísrael stendur nú frammi fyrir ákærum fyrir bæði Alþjóðlega sakamáladómstólnum og Alþjóðadómstólnum í Haag. Því þarf að fylgja eftir, segir Magnea. „Eins og eftir þjóðarmorðin í Bosníu og í Rúanda, þá voru settir upp sérstakir stríðsglæpadómstólar. Og í tilviki Palestínu, að þá held ég að það sé vel þörf á því að setja upp sérstakan stríðsglæpadómstól til þess að skoða þessi mál og fara ofan í kjölinn á þeim glæpum sem hafa verið framdir.“ Einnig telur hún að skoða eigi möguleika á sérstakri sáttanefnd. „Eins og var gert í Suður-Afríku til þess í raun og veru að tryggja það að hægt sé að byggja upp þarna tvö ríki eða eitt ríki, eftir því hvað verður ofan á, þar sem fólk getur búið hlið við hlið í friðsælli sambúð. En það þýðir ekki bara að moka yfir hlutina og ætlast til þess að allir verði vinir eftir að stríðinu lýkur, það þarf að gera upp hlutina,“ segir Magnea.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira