Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2018 20:50 Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Vísir/Getty Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Þá telur Læknafélag Reykjavíkur (LR) ráðuneytið auk þess vanhæft að úrskurða sjálft í stjórnsýslukæru taugalæknis sem synjað var um aðkomu að samningnum. Ráðuneytið sé gerandi í málinu og hefði átt að segja sig frá málsmeðferðinni. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekkert hafi verið athugavert við málsmeðferðina. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur (LR) sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag. Þar segir að sautján læknum í þrettán sérgreinum hafi verið meinuð aðild að rammasamningnum, en að í að minnsta kosti níu þessara sérgreina sé mikill skortur á sérfræðilæknum hér á landi og löng bið fyrir sjúklinga eftir að fá tíma.Skortur á sérfræðilæknum Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björnsdóttur taugalæknis sem lokið hefur sérfræðinámi í Bandaríkjunum og vinnur nú á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningnum í síðasta mánuði, þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi.Sjá einnig: Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélagaEnginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan í ársbyrjun 2016 en umsóknum hefur verið synjað til að draga úr útgjöldum ríkisins. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum.Ekki leitað til samráðsnefndar Í yfirlýsingu LR segir að í upphaflegri afgreiðslu SÍ og ráðuneytisins hafi rammasamningurinn verið brotinn þar sem ekki hafi verið leitað til samráðsnefndar LR og SÍ sem samkvæmt samningi hefur það hlutverk að úrskurða hvort þörf sé fyrir nýja lækna. Ennfremur sé úrskurðurinn í stjórnsýslukærunni rangur og „tekur ekki á kjarna málsins sem er hrópandi þörf fyrir lækna í ákveðnum sérgreinum eins og taugalækningum í þessu tilviki“. Úrskurður og framganga ráðuneytisins bitni hart á ákveðnum sjúklingahópum sem eigi erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, líkt og segir í yfirlýsingunni. „Við þær aðstæður sem ráðuneytið hefur nú skapað með gjörðum sínum neyðast þeir sérfræðilæknar, sem ekki fá aðgang að rammasamningnum, til að hefja sjúklingamóttöku. Sjúklingarnir greiða þá allan kostnað og láta síðan reyna á sjúkratryggingu sína og hugsanlegar endurgreiðslur frá SÍ. Til verður tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingum er gert að bíða, stundum svo mánuðum skiptir, eftir tíma hjá sérfræðilækni með aðild að samningnum, eða greiða hærra verð án þátttöku ríkisins til að komast tímanlega að hjá lækni án aðildar að samningnum,“ segir í yfirlýsingu Læknafélags Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 „Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
„Sjúklingarnir eru ekkert að hverfa“ Tveir sérfræðilæknar, sem báðir fengu synjun um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilækna, segja núverandi fyrirkomulag bitna á sjúklingum og koma í veg fyrir nýliðun innan læknastéttarinnar, þrátt fyrir alvarlegan læknaskort. 8. júní 2018 11:00