Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 22:30 Osaka gat varla fagnað sínum fyrsta risatitli vegna kringumstæðnanna. Vísir/Getty Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt. Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt.
Tennis Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Sjá meira