Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2018 10:30 Swaney skemmtir sér hér konunglega í brautinni. vísir/ap Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira