Enski boltinn

Lukaku spilaði í jólanærbuxum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Happajólanærbuxurnar hljóta að vera komnar til að vera.
Happajólanærbuxurnar hljóta að vera komnar til að vera. vísir/getty
Svo virðist vera sem Romelu Lukaku, framherji Man. Utd, sé mikið jólabarn.

Hann var í hátíðarskapi um síðustu helgi er Man. Utd afgreiddi Burnley með stæl. Það gat Man. Utd þakkað Lukaku sem skoraði bæði mörk leiksins.

Það voru ekki bara mörkin sem hafa vakið athygli heldur sú staðreynd að Lukaku mætti til leiks í jólanærbuxum. Það mátti sjá að hann var í nærbuxum sem á stóð „Let it snow“.

Spurning hvort þetta séu happanærbuxur Belgans því þetta var í fyrsta skipti í rúmt ár sem hann skoraði meira en eitt mark í leik með United í deildinni.

Því verður að teljast líklegt að framherjinn haldi áfram að mæta í happanaríunum og hver veit nema hann sé búinn að kaupa miða á jólatónleika Bo í forsölu fyrst hann er í svona miklu hátíðarskapi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×