Nærmynd af Frey Alexanderssyni: Sáttamiðlarinn í Fellunum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 10:30 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira