Nærmynd af Frey Alexanderssyni: Sáttamiðlarinn í Fellunum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 10:30 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Freyr Alexandersson er aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska landsliðsins og hætti hann á dögunum sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en í gærkvöldi var nærmynd af Frey í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. Þar kom í ljós að Freyr er ýktur, alls ekki handlaginn, en mjög góður kokkur. Þetta er meðal þess sem vinir og kona Freys Alexanderssonar segja um hinn nýja aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Hann gæti hitt okkur hérna á morgun og sannfært okkur að við gætum klifið Everest án allra græja, hann er það sannfærandi í öllu því sem hann gerir,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að Freyr sé góður þjálfari, sterkur í mannlegum samskiptum og nái vel til sinna leikmanna.Vill koma vel fram Freyr Alexandersson er Breiðhyltingur í húð og hár. Hann fæddist 18. nóvember árið 1982 og fönguðu íþróttir huga hans snemma. Freyr lék knattspyrnu og körfubolta á sínum uppvaxtarárum en valdi að lokum fótboltann. „Hann er mjög metnaðargjarn og ástríðufullur. Hann er mikið að lesa bækur um þjálfun eða einhverjar ævisögur og er einhvern veginn alltaf að stúdera þetta. Varðandi samskipti þá skiptir hann miklu máli að koma vel fram og vinna með fólki, það finnst honum svo skemmtilegt,“ segir Erla Súsanna Þórisdóttir, eiginkona Freys, og bætir við að Freyr sé alls ekki handlaginn. „Hann tekur það að vera pirraður á annað level og þegar hann er pirraður er ekki gaman að vera í kringum hann og hann verður rosalega pirraður þegar hann verður svangur og þá breytist hann í hálfgerðan varúlf.“ „Það hefur komið fyrir að hann hafi kannski sagt einhverja hluti á blaðamannafundum þegar hann er að tala frá hjartanu sem kannski mætti orða örlítið öðruvísi og það er í raun og veru enginn galli,“ segir Guðni. „Hann var mjög góður strákur og ekki í slagsmálunum í Fellunum. Hann var meira í því að stíga í sundur. Pabbi hans var í löggunni þá og notaði hann iðulega setninguna pabbi minn er lögga og heppnaðist það reyndar ekkert alltaf hjá honum. Hann var mikið í sáttamiðlum og var að reyna sætta slagsmálin í Fellunum,“ segir Erla Súsanna sem hefur verið í sambandi við Frey frá því í níunda bekk. „Hann er mjög mikill fjölskyldumaður og ofboðslega góður kokkur. Stelpurnar mínar eru mjög spenntar fyrir því að fá hann heim þegar hann er erlendis því þá fá þær loksins eitthvað almennilegt að borða.“ Hér að neðan má sjá þáttinn sjálfan um Frey Alexandersson.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira