Misstu fæturna í sama slysinu og berjast nú um gull í Suður-Kóreu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. mars 2018 23:30 Landeros stefnir á sín þriðju gullverðlaun á Paralympics. vísir/getty Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Nikko Landeros og Tyler Carron eru blóðbræður sem berjast um gull á vetrar-Paralympics í PyeongChang. Þeir voru skólafélagar og glímdu einnig saman í framhaldsskóla. Þeir misstu síðan fæturna er þeir krömdust milli tveggja bíla. Það var í janúar árið 2007 er líf þeirra breyttist. Þá voru þeir 17 ára gamlir. Þá voru á leið heim af dansleik er það sprakk á bílnum. Er þeir voru að leita að varadekkinu í skottinu kom annar bíll og keyrði aftan á þá. „Blóð okkar rann saman og við vitum ekkert hvort sé meira í okkur. Mitt blóð eða hans. Við höfum legið saman inn á herbergi þar sem var búið að skera upp hálfan líkama okkar. Við höfum séð ansi villta hluti,“ sagði Landeros.Carron er hér í átökum á ísnum.vísir/getty„Ég átti aldrei von á því að sjá fjóra fætur liggja á miðri götu og svo vin minn liggja þar við hliðina hljóðlaus. Við höfum gengið í gegnum hrikalega mikið saman og í leiðinni myndað tengsl sem líklega eru sterkari en hjá flestum.“ Félagarnir voru miklir íþróttamenn. Ekki bara í glímu heldur líka í amerískum fótbolta og íshokkí. Það kom því aldrei til greina að hætta í íþróttum. Þeir enduðu í íshokkí þar sem leikmenn renna á sleða. Landeros hefur þegar unnið gull á ÓL í Vancouver 2010 og Sotsjí 2014. Carron var með í gullliðinu 2014. Þeir spila undanúrslitaleik gegn Ítalíu á morgun og ætla sér enn eitt gullið.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira