Tónlist

Beyoncé og Jay-Z koma öllum að óvörum með glænýrri plötu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr myndbandi við nýtt lag hjónanna, APESHIT.
Úr myndbandi við nýtt lag hjónanna, APESHIT. Skjáskot/Youtube
Beyoncé og Jay-Z gáfu í dag út sameiginlega plötu, þá fyrstu sem þau gefa út í sameiningu. Þá kom einnig út nýtt lag með tilheyrandi tónlistarmyndband samhliða plötunni.

Platan ber heitið Everything is Love og inniheldur níu lög. Það kemur líklega fáum á óvart að platan er gefin út í gegnum streymisveitu Jay-Z, Tidal, og er hvergi fáanleg annars staðar.

Tónlistarmyndband við fyrstu smáskífu plötunnar, APESHIT, sem einnig kom út í dag má horfa á neðst í fréttinni.

Samband hjónanna hefur ítrekað orðið að umfjöllunarefni í tónlist beggja en þekktast dæmið er líklega plata Beyoncé, Lemonade, sem kom út án nokkurs aðdraganda árið 2016. Framhjáhald Jay-Z var rauður þráður í gegnum plötuna en hann tjáði sig sjálfur um málið, og viðurkenndi raunar að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni, seint á síðasta ári.



Beyoncé og Jay-Z eru saman á tónleikaferðalagi um þessar mundir og munu því eflaust taka nokkur lög af hinni nýútgefnu plötu á komandi tónleikum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×