Þúsundir fögnuðu á strætum Philadelphia | Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2018 14:30 Stuðningsmenn fögnuðu í nótt. Vísir/Getty Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Þúsundir fögnuðu sigri Philadelphia Eagles í Super Bowl á strætum borgarinnar í gærkvöldi og langt fram eftir nóttu. Þetta var fyrsti sigur Eagles í Super Bowl í 52 ára sögu leiksins og fyrsti meistaratitill félagsins í NFL deildinni síðan 1960. Philadelphia er annáluð íþróttaborg en stærstu lið hennar hafa ekki notið mikillar velgengni síðustu árin. Þar til í nótt höfðu íþróttalið borgarinnar aðeins unnið einn titil í 35 ár - þegar Philadelphia Phillies vann MLB-meistaratitilinn í hafnabolta. Fagnaðarhöldin fóru að mestu vel fram að sögn lögregluyfirvalda í borginni. Stuðningsmenn komu saman og fögnuðu, sungu og grétu gleðitárum. Grænum flugeldum var skotið á loft og byggingar baðaðar í grænu ljósi. Lítið var um óspektir. Einum bíl var velt og nokkrum flöskum kastað. Þá var einn aðili handtekinn fyrir að reyna að klifra nakinn upp ljósastaur. Reyndar virðast margir í Philadelphia vera áhugasamir um að klifra ljósastaura þegar Eagles gengur vel. Fyrir tveimur vikum, er liðið tryggði sér Þjóðardeildartitilinn, brugðust yfirvöld við því með því að bera feiti á staurana en með takmörkuðum árangri. Í gær var gengið enn lengra og fundið nýtt efni til að bera á staurana. Lögreglan ákvað að bera vökvakerfisolíu [e. hydraulic fluid], sem stundum er kölluð glussi, með að því er virðist góðum árangri.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NFL Tengdar fréttir Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00 Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Sjáðu óborganleg viðbrögð Kobe Bryant við sigri Eagles Kobe Bryant var límdur við skjáinn þegar hans menn í Philadelphia Eagles unnu sigur í Super Bowl í nótt. 5. febrúar 2018 14:00
Ernirnir stoppuðu Tom Brady á ögurstundu og unnu Super Bowl Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 03:34
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum