Danski tónlistarmaðurinn Eloq spilar á Tivoli Bar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. apríl 2018 15:00 Okkar eigin Ragga Holm hitar upp fyrir Danann. fréttablaðið/Ernir Á Tivoli Bar verður mikið stuð og fjör í kvöld en þá mun tónlistarmaðurinn, pródúserinn og plötusnúðurinn Eloq taka yfir græjurnar og skemmta gestum. Hin geðþekka Ragga Holm mun sjá um upphitun við þetta tækifæri. Eloq er listamannsnafn August Fenger Janson en hann er hálfur Dani og hálfur Svíi, einhvers konar ofur-Skandinavi, en hann átti meðal annars lag á plötunni No Mythologies to Follow með söngkonunni MØ. Eloq er undir miklum áhrifum frá J Dilla, Timbaland og The Neptunes. Þessi drengur er líklega þekktasti trap-musik-pródúser Dana. Giggið á Tivoli Bar er ekki það fyrsta sem þessi ungi listamaður hefur tekið hér á landi en hann hefur oftar en einu sinni spilað á Íslandi, til að mynda fyllti hann Silfurberg á Sónarhátíðinni um árið. Ragga Holm hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið, er meðal annars gengin til liðs við Reykjavíkurdætur og hefur einnig verið að dúndra út tónlist með rapparanum og veiparanum Kilo á milli þess sem hún talar í útvarpið á Áttunni FM. Tónleikarnir hefjast klukkan 2 aðfaranótt sunnudags og aðgangur er ókeypis. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á Tivoli Bar verður mikið stuð og fjör í kvöld en þá mun tónlistarmaðurinn, pródúserinn og plötusnúðurinn Eloq taka yfir græjurnar og skemmta gestum. Hin geðþekka Ragga Holm mun sjá um upphitun við þetta tækifæri. Eloq er listamannsnafn August Fenger Janson en hann er hálfur Dani og hálfur Svíi, einhvers konar ofur-Skandinavi, en hann átti meðal annars lag á plötunni No Mythologies to Follow með söngkonunni MØ. Eloq er undir miklum áhrifum frá J Dilla, Timbaland og The Neptunes. Þessi drengur er líklega þekktasti trap-musik-pródúser Dana. Giggið á Tivoli Bar er ekki það fyrsta sem þessi ungi listamaður hefur tekið hér á landi en hann hefur oftar en einu sinni spilað á Íslandi, til að mynda fyllti hann Silfurberg á Sónarhátíðinni um árið. Ragga Holm hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið, er meðal annars gengin til liðs við Reykjavíkurdætur og hefur einnig verið að dúndra út tónlist með rapparanum og veiparanum Kilo á milli þess sem hún talar í útvarpið á Áttunni FM. Tónleikarnir hefjast klukkan 2 aðfaranótt sunnudags og aðgangur er ókeypis.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira