Sport

Kavanagh spáir því að Gunnar Nelson fái titilbardaga á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Það stoppa fáir Gunnar Nelson í dag nema með svindli að mati hins virta þjálfara hans John Kavanagh.

John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur fulla trú á því að íslenski bardagakappinn muni keppa um belti (titil) á sama tíma að ári.

Gunnars Nelson vann glæsilegan sigur á Alex Oliveira í Kanada um helgina þrátt fyrir að dómari bardagans hafi gert stór mistök.

Alex Oliveira komst upp með að beita ólöglegum olnbogahöggum í hnakka Gunnars og það er ekki í fyrsta sinn sem mótherjar Gunnars grípa til slíka örþrifaráða. Sem betur fer komst Gunnar Nelson yfir það og kláraði síðan blóðugan bardaga með stæl.

John Kavanagh spáir því í færslu á Twitter að Gunnar Nelson fá titilbardaga eftir eitt ár eins og sjá má hér fyrir neðan.  





John Kavanagh hrósar nýjum æfingum Gunnars og segir að nýjar þjálfunaraðferðir íslenska bardagakappans hafi þegar sannað notagildi sitt um helgina.

„Það eru ekki margir sem halda út eina lotu á móti honum nema að nota svindlbrögð eins og að pota í auga, grípa í búrið eða gefa olnbogaskot í hnakkann. Gunnar Nelson mun berjast um belti á sama tíma að ári. Ég sé fyrir svona hluti,“ skrifaði John Kavanagh.

MMA

Tengdar fréttir

Aljamain Sterling fagnar endurkomu Gunnars

Kollegar Gunnars Nelsonar í UFC-heiminum fylgdust vel með bardagakvöldinu í Toronto þar sem Gunnar vann magnaðan sigur á Alex Oliveira.

,,Bardagi Gunna ekki fyrir viðkvæma“

Erlendir fjölmiðlar fjalla um sigur Gunnars Nelsonar á Brasilíumanninum Alex Oliveira í nótt í UFC bardagadeildinni en bardagakvöldið fór fram í Toronto.

Gunnar sneri aftur með látum 

Bardagakappinn Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira í Toronto um helgina. Eftir jafna fyrstu lotu náði Gunnar undirtökum undir lok annarrar lotu þar sem hann lét höggin dynja og innbyrti sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×