Sport

,,Bardagi Gunna ekki fyrir viðkvæma“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vígalegur
Vígalegur Vísir/getty
Gunnar Nelson vann sigur á Brasilíumanninum Alex Oliveira í veltivigt UFC bardagadeildarinnar í nótt en keppt var í Toronto.

Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi í 2.lotu og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.

Fjallað er um sigur Gunnars í öllum helstu bardagafjölmiðlum heims og er það helst blóðbaðið sem er til umræðu en blóð fossaði úr andliti Oliveira í kjölfar olnbogahöggs Gunnars.

Hér er gripið niður í umfjöllun Ben Fowlkes fyrir MMAJunkie: „Sigur Gunnars Nelsonar á Alex Oliveira var ekki fyrir viðkvæma. Ástæðan fyrir því var vel staðsett olnbogaskot Gunnars sem gerði Oliveira erfitt um vik. Jafnvel fyrir íþrótt sem skurðir á andliti og blóð eru hluti af var sár Oliveira meira en við sjáum vanalega og það kom í kjölfar góðrar byrjunar Brasilíumannsins.“

Darragh Murphy hjá SportsJoe velti fyrir sér næstu skrefum Gunnars: „Hann er ekki týpan sem skorar menn á hólm en ég tel að hann ætti að nýta sér meðbyrinn eftir þennan bardaga ef hann vill komast í titilbardaga við ríkjandi veltivigarmeistarann, Tyron Woodley.“

Chris Taylor hjá BJPenn lýsti bardaganum á ítarlegan hátt og hafði þetta að segja um lokaandartökin: „Alex reynir að losna en getur það ekki. Gunnar er með stjórnina en er ekki að skaða Oliveira mikið. Dómarinn varar hann við og Nelson bregst við með því að landa tveimur stórum olnbogum. Andlitið á Oliveira springur upp á gátt, þetta er ljótur skurður. Oliveira gerir tilraun til að standa upp en gefur bakið. Gunnar nær rear-naked choke og bardaginn er búinn.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×