Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar 9. desember 2018 06:44 Gunnar fagnar eftir bardagann. vísir/getty Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira
Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00
Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29
Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30