Sport

Einn besti hlaupari NFL hjá einu besta liðinu rekinn fyrir ofbeldi gegn konu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hunt mun ekki leika meira með Chiefs
Hunt mun ekki leika meira með Chiefs vísir/getty

Einn allra besti hlauparinn í NFL-deildinni, Kareem Hunt hefur verið leystur undan samningi hjá Kansas City Chiefs fyrir að lemja og sparka í konu.

Atvikið náðist á myndbandi og var það birt í gær en það gerðist í febrúar fyrr á þessu ári.

Forráðamenn Chiefs töluðu við Hunt skömmu eftir atvikið og á Hunt að hafa logið í þeim samræðum.

Hunt hljóp lengst allra í NFL-deildinni árið 2017 en hann er fimmti á þeim lista núna.
 
Hunt má ekki æfa, keppa né mæta á leiki í NFL-deildinni þangað til annað verður ákveðið.

Enginn var handtekinn vegna atviksins og Hunt var ekki ákærður fyrir það.

„Ég sé eftir því sem ég gerði. Ég vona að ég nái að halda áfram út frá þessu,“ sagði Hunt.

Chiefs hafa unnið níu leiki á þessu tímabili og tapað tveimur. Margir telja að þeir geta farið alla leið og unnið Ofurskálina.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.