Lífið

Netflix borgar risaupphæð til að halda í Friends

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda.
Þættirnir um Vini nutu fádæma vinsælda. Vísir/Getty

Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja margir þættina vel.

Erlendir miðlar hafa greint frá því í vikunni að þættirnir væru á útleið frá streymisveitunni Netflix en samningur fyrirtækisins við WarnerMedia rennur út 1. janúar 2019.

Netflix borgaði WarnerMedia 118 milljónir dollara á sínum tíma fyrir að fá að streyma Friends frá árinu 2015 til lok ársins 2018.

Síðan þá hefur verið hægt að horfa á alla 236 þættina á Netflix en þetta mun vera um 500 þúsund dollarar á hvern þátt fyrir þriggja ára samning.

Nú þarf Netflix að greiða fyrirtækinu 100 milljónir dollara fyrir að fá að streyma þættunum út árið 2019 eða aðeins í eitt ár. Því sem samsvarar 12,2 milljörðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.