Sport

Fjölmiðladagur hjá Gunnari og öðrum bardagaköppum

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Svona er stemningin í fjölmiðlaherberginu í dag.
Svona er stemningin í fjölmiðlaherberginu í dag. vísir/hbg

Að taka þátt í stóru bardagakvöldi hjá UFC kallar á að þurfa að gefa ansi mörg viðtöl.

Bardagakapparnir í Toronto hafa margir hverjir staðið í ströngu í þeim efnum í vikunni. Gunnar er þegar búinn að fara í mörg viðtöl og hittir svo alla fjölmiðlamennina á staðnum í dag.

Það er nefnilega fjölmiðladagur UFC 231 í dag og þá koma flestir bardagakapparnir í tíu mínútna viðtal. Bardagakapparnir í tveimur stærstu bardögunum þurfa þó ekki að mæta enda voru þau á blaðamannafundi í dag.

Það kemur bardagakappi á tíu mínútna fresti inn í fjölmiðlaherbergið og svarar misgáfulegum spurningum. Gunnar er væntanlegur fljótlega en minni spámenn máttu gera sér að góðu að vakna snemma til þess að mæta á fundinn sem er á hóteli UFC þannig að stutt að fara.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.