Sport

Andstæðingur Gunnars veit ekkert um Ísland

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Oliveira og Alex Davis er svakalegur dúett.
Oliveira og Alex Davis er svakalegur dúett.

Andstæðingur Gunnars Nelson á laugardag, Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, er skrautlegur karakter eins og blaðamaður Vísis fékk að kynnast í gær.

Hann lék á als oddi, fíflaðist og gantaðist við vini sína og virtist ekki alveg vera með hugann við viðtalið allan tímann.

Þjálfarinn hans er einnig stórskemmtilegur. Sá heitir Alex Davis og sá um þýða allt fyrir lærisvein sinn enda talar Brasilíumaðurinn ekki neina ensku.

Við spurðum Oliveira að því hvað hann vissi um Ísland og var frekar fátt um svör.

„Ég veit að það er kalt,“ sagði Oliveira og brosti ásamt þjálfara sínum.

Nánar verður rætt við Oliveira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og þar talar hann um hvernig hann ætli sér að klára okkar mann í búrinu.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagi Gunnars á laugardag er í beinni á Stöð 2 Sport.


Klippa: Oliveira um Ísland


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.