Hvergi bangin og ætlar að styrkja Litlu hafpulsuna með gulli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 12:03 Steinnun Gunnlaugsdóttir vonast til að sá sem olli skemmdaverkunum stigi fram. Henni dettur ekki í hug að kæra viðkomandi. FBL/Ernir Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona segir að það væri gaman ef sá sem olli skemmdunum á Litlu hafpulsunni stigi fram og útskýrði hvers vegna. Henni dettur ekki í huga að kæra nokkurn fyrir skemmdaverk og setur fyrirvara við það að um skemmdarverk sé að ræða þó hún telji það líklegt. „Þetta er hluti af því að setja listaverk í almannarými,“ segir Steinunn. Borgarbúar vöknuðu við það að Litla hafpulsan, listaverk sem staðið hefur í Reykjavíkurtjörn frá 26. október, var ekki með fulla reisn. Steinunn segist hafa tekið tíðindunum með stóískri ró. „Ég bjóst ekkert endilega við að þetta myndi lifa svona lengi. Þetta er í almannarými, mjög áberandi og hefur vakið mjög mikla athygli.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í morgun.Vísir/VilhelmBakgrunnur Steinunnar er úr veggalist, graffíti. „Svo ég er vön því að ef maður spreyjar eitthvað á vegg sem er mjög flott, þá spreyjar bara einhver eða málar yfir það.“ Til stóð að taka Litlu hafpulsuna niður nú í desember. Steinunn hefur fengið boð frá Danmörku um að birta listaverkið þar. Hún segir tíðindi dagsins ekki hafa áhrif á þau áform. Hún horfir til japanskrar hefðar þegar hún veltir viðgerð á listaverkinu fyrir sér. „Þegar leirker eða bollar brotna í Japan þá heiðrarðu brotið með því að setja gull í sárið,“ segir Steinunn. Það tengist þeirri speki að hið gamla sé fallegt, það sem hafi gengið í gegnum lífsreynslu sé verðmætara fyrir vikið. „Þetta er náttúrulega bara aflimun, „clear cut“, og dálítið leiðinlegt að missa þennan hluta - þessa fullu reisn sem er bara hálf fyrir vikið. En ég myndi samt segja að betri helmingurinn væri eftir.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmSteinunn hefur upptökur úr vefmyndavél Mílu undir höndum. Um er að ræða timelapse í nótt þar sem birtast myndir á tveggja mínútna fresti. Því miður sést ekki á upptökunni hvað verður til þess að listaverkið skemmist. Hún telur líklegast að það hafi verið skemmd. Listaverkið er úr gegnheilu frauðplasti sem er húðað með sentimetra þykkri plastskel. Verkið er því ekki glerhart. „Ef einhver hefur kastað mjög þungum steini beint á hana þá hefði hún borið þess merki,“ segir Steinunn. „Mér myndi ekki detta í hug að kæra einhvern fyrir þetta. En það væri gaman ef einhver stigi fram og útskýrði af hverju viðkomandi gerði þetta.“ Menning Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Steinunn Gunnlaugsdóttir listakona segir að það væri gaman ef sá sem olli skemmdunum á Litlu hafpulsunni stigi fram og útskýrði hvers vegna. Henni dettur ekki í huga að kæra nokkurn fyrir skemmdaverk og setur fyrirvara við það að um skemmdarverk sé að ræða þó hún telji það líklegt. „Þetta er hluti af því að setja listaverk í almannarými,“ segir Steinunn. Borgarbúar vöknuðu við það að Litla hafpulsan, listaverk sem staðið hefur í Reykjavíkurtjörn frá 26. október, var ekki með fulla reisn. Steinunn segist hafa tekið tíðindunum með stóískri ró. „Ég bjóst ekkert endilega við að þetta myndi lifa svona lengi. Þetta er í almannarými, mjög áberandi og hefur vakið mjög mikla athygli.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í morgun.Vísir/VilhelmBakgrunnur Steinunnar er úr veggalist, graffíti. „Svo ég er vön því að ef maður spreyjar eitthvað á vegg sem er mjög flott, þá spreyjar bara einhver eða málar yfir það.“ Til stóð að taka Litlu hafpulsuna niður nú í desember. Steinunn hefur fengið boð frá Danmörku um að birta listaverkið þar. Hún segir tíðindi dagsins ekki hafa áhrif á þau áform. Hún horfir til japanskrar hefðar þegar hún veltir viðgerð á listaverkinu fyrir sér. „Þegar leirker eða bollar brotna í Japan þá heiðrarðu brotið með því að setja gull í sárið,“ segir Steinunn. Það tengist þeirri speki að hið gamla sé fallegt, það sem hafi gengið í gegnum lífsreynslu sé verðmætara fyrir vikið. „Þetta er náttúrulega bara aflimun, „clear cut“, og dálítið leiðinlegt að missa þennan hluta - þessa fullu reisn sem er bara hálf fyrir vikið. En ég myndi samt segja að betri helmingurinn væri eftir.“Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn í fyrradag.Vísir/VilhelmSteinunn hefur upptökur úr vefmyndavél Mílu undir höndum. Um er að ræða timelapse í nótt þar sem birtast myndir á tveggja mínútna fresti. Því miður sést ekki á upptökunni hvað verður til þess að listaverkið skemmist. Hún telur líklegast að það hafi verið skemmd. Listaverkið er úr gegnheilu frauðplasti sem er húðað með sentimetra þykkri plastskel. Verkið er því ekki glerhart. „Ef einhver hefur kastað mjög þungum steini beint á hana þá hefði hún borið þess merki,“ segir Steinunn. „Mér myndi ekki detta í hug að kæra einhvern fyrir þetta. En það væri gaman ef einhver stigi fram og útskýrði af hverju viðkomandi gerði þetta.“
Menning Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04 Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38
Litla hafpulsan hefur misst reisn sína Svo virðist sem skemmdir hafi verið unnar á listaverkinu Litlu hafpulsunni í Tjörninni eða verkið hafi farið illa í vindi í höfuðborginni í nótt. 7. desember 2018 10:04
Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Listaverkið Litla Hafpulsan var afhjúpað í gær og stendur í Tjörninni í Reykjavík. Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir segir pulsuna vera myndlíkingu fyrir lýðræðið. 27. október 2018 16:38