Sport

Annar Norðurlandameistaratitill hjá Róberti á rúmum hálftíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttasambands fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson átti frábæran dag á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í 25 metra laug í Oulu í Finnlandi.

Róbert Ísak var tvisvar Norðurlandameistari á sama klukktímanum. Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag þá varð Róbert Ísak Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi.

Hann var ekki hættur því Róbert fylgdi þessum gullverðlaunum eftir með því að tryggja sér sigur í 100 metra bringusundi. Tvö gull á rúmum hálftíma er frábær árangur hjá okkar manni.

Róbert Ísak kom í mark á 1:10:44 mín. en Guðfinnur Karlsson endaði í sjötta sæti í sama sundi á tímanum 1:26:58 mín.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.