Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2018 04:29 Gunnar Nelson vann í annarri lotu í nótt. getty Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
Gunnar Nelson er kominn aftur á sigurbraut í UFC bardagadeildinni eftir öruggan sigur á Alex Oliveira í veltivigt á bardagakvöldi sem fór fram í Toronto í kvöld. Gunnar náði Oliveira fljótlega niður í fyrstu loti en sá brasilíski leysti vel úr þeirri stöðu og kom fleiri höggum á Gunnar. En okkar maður lét það ekki á sig fá og var kominn með Oliveira í gólfið snemma í annarri lotu, þar sem hann náði yfirburðastöðu. Gunnar náði nokkrum þungum olnbogahöggum á þann brasilíska áður en hann náði uppgjafartaki og vann á svokölluðu rear naked choke. Gunnar náði að blóðga Oliveira með þungu olnbogahöggi og var ekki aftur snúið eftir það. Brasilíumaðurinn reyndi að koma sér undan en þá náði Gunnar taki á hálsinum og kláraði bardagann.Þetta var ellefti UFC-bardagi Gunnars og áttundi sigurinn - sá sjöundi með uppgjafartaki. Gunnar er sem stendur í fjórtánda sæti styrkleikaflokki UFC í veltivig og er eftir sigurinn til alls líklegur. Nánar verður fjallað um bardagann á Vísi síðar í kvöld. Fylgst var með bardaganum í beinni á Vísi eins og sjá má að neðan.Gunnar í gólfinu með Oliviera í fyrstu lotu.gettyHér veitir Gunnar Oliveira höggið sem gerði svo gott sem út um bardagann.GettyGunnar fagnar sigri.Getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. 9. desember 2018 06:44
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn