Fyrsti íslenski vestrinn kominn Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. nóvember 2018 10:00 Kári grúskar í sagnfræði og skrifar bækur í frístundum en hann starfar sem lögfræðingur. Hefnd er fyrsta bók hans sem er gefin út þó að hann hafi skrifað þær fleiri. Hugmyndin kom eftir smá grúsk í sagnfræði. Fréttablaðið/Anton Brink Kári Valtýsson, rithöfundur og lögfræðingur, hefur sent frá sér skáldsöguna Hefnd – sem er vestri, en það er ekki algengt sagnaform hérlendis þó að Bandaríkjamaðurinn sé auðvitað búinn að gera þetta ótal oft. Það sem er sérstakt við þennan vestra hans Kára er að Íslendingur er aðalhetja hans, Gunnar Kjartansson að nafni, og hann þvælist þarna inn í alls konar kúrekaævintýri. Kári byggir bókina á sögulegum atburðum og hefur með í sögunni nokkrar raunverulegar persónur. „Þetta er vestri og mér skilst að þetta sé sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Ég er sá fyrsti sem ríður á vaðið hérna megin hafsins. Ég var í raun að spá í af hverju fólksflutningarnir miklu urðu, þegar fólk fór að flytjast héðan til Kanada – og árið 1866 dúkkaði alltaf upp í grúskinu. Þetta var mikið eymdarár á Íslandi: það var afar harður vetur, rollurnar voru allar fársjúkar af fjárkláða og ofan á það átti enginn bót fyrir boruna á sér og Danirnir voru rosalega vondir við okkur. Þetta fannst mér ákaflega forvitnilegt og ég fór að skoða hvað var í gangi hinum megin við hafið á sama tíma.“ Hinum megin við hafið var verið að tjasla saman Bandaríkjunum eftir borgarastyrjöldina, það var verið að leggja lestarteina strandanna á milli og almennt spennandi tímar þar í gangi – þannig að Kári fór að vinna að því að tengja þessi tvö sögusvið saman. „Ég fór að pæla í hvernig ég gæti komið Íslendingi í þessar aðstæður þannig að það væri einhver brú í því og ekki algjör þvæla. Þannig að ég fór að leita heimilda til að komast þangað. Það tókst á endanum og okkar maður endar í harki á lestarteinunum og svo sem byssubrandur. Þannig að þetta byrjaði sem sagnfræðilegur áhugi og eitt leiddi af öðru.“ Kári segist vera búinn að skrifa heilan helling fram að þessu þó að Hefnd sé hans fyrsta útgefna bók – til að mynda skrifaði hann um lögfræðing í tilvistarkreppu, sem er auk þess eitthvað klikkaður, sem er kannski eilítið nær hans raunveruleika en vestrinn – en sú saga kom aldrei út. Hefnd varð til í kringum 2015 – og hefur verið í þróun síðan og Kári segir það sagnfræðiáhuganum að þakka að þessi „kolruglaða“ hugmynd hafi orðið að veruleika, eins og hann orðar það. Kári er í fullri vinnu hjá Fulltingi sem lögfræðingur og grúskaði í sagnfræðinni og skrifunum þess á milli. „Ég er að vinna á Fulltingi og skrifa svona í hjáverkum eins og þeir segja – byrja ekki allir þar?“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira
Kári Valtýsson, rithöfundur og lögfræðingur, hefur sent frá sér skáldsöguna Hefnd – sem er vestri, en það er ekki algengt sagnaform hérlendis þó að Bandaríkjamaðurinn sé auðvitað búinn að gera þetta ótal oft. Það sem er sérstakt við þennan vestra hans Kára er að Íslendingur er aðalhetja hans, Gunnar Kjartansson að nafni, og hann þvælist þarna inn í alls konar kúrekaævintýri. Kári byggir bókina á sögulegum atburðum og hefur með í sögunni nokkrar raunverulegar persónur. „Þetta er vestri og mér skilst að þetta sé sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Ég er sá fyrsti sem ríður á vaðið hérna megin hafsins. Ég var í raun að spá í af hverju fólksflutningarnir miklu urðu, þegar fólk fór að flytjast héðan til Kanada – og árið 1866 dúkkaði alltaf upp í grúskinu. Þetta var mikið eymdarár á Íslandi: það var afar harður vetur, rollurnar voru allar fársjúkar af fjárkláða og ofan á það átti enginn bót fyrir boruna á sér og Danirnir voru rosalega vondir við okkur. Þetta fannst mér ákaflega forvitnilegt og ég fór að skoða hvað var í gangi hinum megin við hafið á sama tíma.“ Hinum megin við hafið var verið að tjasla saman Bandaríkjunum eftir borgarastyrjöldina, það var verið að leggja lestarteina strandanna á milli og almennt spennandi tímar þar í gangi – þannig að Kári fór að vinna að því að tengja þessi tvö sögusvið saman. „Ég fór að pæla í hvernig ég gæti komið Íslendingi í þessar aðstæður þannig að það væri einhver brú í því og ekki algjör þvæla. Þannig að ég fór að leita heimilda til að komast þangað. Það tókst á endanum og okkar maður endar í harki á lestarteinunum og svo sem byssubrandur. Þannig að þetta byrjaði sem sagnfræðilegur áhugi og eitt leiddi af öðru.“ Kári segist vera búinn að skrifa heilan helling fram að þessu þó að Hefnd sé hans fyrsta útgefna bók – til að mynda skrifaði hann um lögfræðing í tilvistarkreppu, sem er auk þess eitthvað klikkaður, sem er kannski eilítið nær hans raunveruleika en vestrinn – en sú saga kom aldrei út. Hefnd varð til í kringum 2015 – og hefur verið í þróun síðan og Kári segir það sagnfræðiáhuganum að þakka að þessi „kolruglaða“ hugmynd hafi orðið að veruleika, eins og hann orðar það. Kári er í fullri vinnu hjá Fulltingi sem lögfræðingur og grúskaði í sagnfræðinni og skrifunum þess á milli. „Ég er að vinna á Fulltingi og skrifa svona í hjáverkum eins og þeir segja – byrja ekki allir þar?“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira