Ogier heimsmeistari í sjötta sinn Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2018 18:15 Ogier og Ingrassia fagna titlinum vísir/getty Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári. Aðrar íþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Sjá meira
Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita