Lífið

Dagur Sigurðsson kominn á fast

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dagur hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár og rétt missti af farmiðanum í Eurovision.
Dagur hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í ár og rétt missti af farmiðanum í Eurovision. RÚV

Söngvarinn Dagur Sigurðsson og Elva Dögg Sigurðardóttir eru nýtt par en þau skráðu sig í samband á Facebook í dag.

Samkvæmt færslunni eru Dagur og Elva Dögg búin að vera saman síðan 1. nóvember síðastliðinn og má sambandið því teljast glænýtt.

Íslendingar kannast eflaust flestir við Dag úr Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann hafnaði í öðru sæti í keppninni í ár með lag sitt Í stormi. Þá vann hann Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2011 fyrir hönd Tækniskólans.

Elva Dögg er 26 ára og uppalin í Breiðholtinu. Hún er tveggja barna móðir og var lýst sem „of­ur­kon­u“ í viðtali við Smartland í fyrra. Elva Dögg stundar um þessar mundir nám við Háskóla Íslands, samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu hennar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.