Snillingar í að kjósa hvert annað Benedikt Bóas skrifar 23. október 2018 07:30 Þorbjörg er tilnefnd sem frumkvöðull ársins. Etur þar kappi við aðra frumkvöðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Úrslitin verða gerð kunn 30. október og fram að því geta Íslendingar kosið. Þar sem netkosningin gildir talsvert og við Íslendingar erum frábær í að kjósa hverjir aðra á internetinu, hálfgerðir snillingar, og við erum í mikilli keppni við norræn sprotafyrirtæki þiggjum við alla hjálp,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er þessa dagana í Stokkhólmi þar sem fyrirtæki hennar Karaconnect.com er líka með skrifstofu. Hægt er að kjósa á síðunni nordicstartupawards.com. Þorbjörg er tilnefnd sem stofnandi ársins, og Kara connect tilnefnt sem sprotafyrirtæki ársins. Þar keppir fyrirtækið við Payr, Templafy, Nightingale og Trine. Fjölmargir aðrir Íslendingar eru tilnefndir í öðrum flokkum. Sigurvegararnir fara svo áfram í svokallaða Global-keppni og því skiptir hvert atkvæði máli, sem Þorbjörg þekkir svo vel frá því þegar hún var í pólitík.Kara connect er einmitt hugsað sem lausn á vandamálum sem stjórnmálin glíma við og varðar aðgengi að hjálp. Kara er forrit á netinu fyrir sérfræðinga og hjálpar þeim að vera með rafræna skrifstofu og bjóða fjarþjónustu. Geta sérfræðingar því hjálpað skjólstæðingum sínum hvar sem þeir eru í heiminum. „Það eru yfir 200 sérfræðingar að nota Köru heima á Íslandi til að aðstoða fólk um allt land, hvort sem það varðar geðheilbrigði eða talmein eða hvað sem er. Alls konar sérfræðingar nota forritið sem veitir betra aðgengi, óháð búsetu, að þekkingu þessara sérfræðinga.“ Hún segir að íslenska ríkið sé ekki alveg komið á stafrænu öldina og forritið gæti breytt heilbrigðisvandanum hratt. „Við höfum verið að reyna að pumpa lífi í hið opinbera heima því við erum svolítið á eftir með fjarheilbrigðisþjónustu. Það eru allir tæknilega þenkjandi á Íslandi og við gætum breytt hlutunum hratt.“ Fyrirtækið er komið í samstarf við sveitarfélagið Óðinsvé í Danmörku sem býður íbúum sínum upp á sálfræðiþjónustu. Sænskur framhaldsskóli er með stuðningsnet fyrir sína nemendur í forritinu og nýtir Þorbjörg tímann til að hefja samtal við fleiri erlendar stofnanir. „Því miður er oft erfitt að biðja um hjálp en það er auðveldara að fara í gegnum netið. Þetta er forrit sem hentar mörgum sérfræðingum og sem dæmi eru áfengisráðgjafar núna að skoða þessa lausn. Það eru nefnilega ótrúlega margir sérfræðingar til að hjálpa, við verðum bara að auka aðgengi að þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira