Fótbolti

Bróðir Conte segir að Real hafi ekki hringt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conte hress og kátur.
Conte hress og kátur. vísir/getty
Bróðir Antonio Conte hefur neitað því að Real Madrid hafi sett sig í samband við Conte og beðið hann um að taka við liðinu.

Conte er sagður efstur á blaði Florentino Perez, forseta Real Madrid, til að taka við liðinu af Julen Lopetegui en Lopetegui er sagður afar valtur í sessi eftir slaka byrjun.

Sky Sports greindi frá því í vikunni að forráðamenn Real hafi sett sig í samband við Conte um að taka við liðinu en þessu neitar bróðir Conte í samtali við spænska útvarpsstöð.

„Antonio er í fríi. Hann hefur ekki fengið neitt símtal frá Real. Real er frábær klúbbur en það hafa ekki farið fram neinar viðræður,“ sagði bróðir Conte.

Real hefur ekki byrjað vel undir stjórn Lopetegui en þeir hafa einungis unnið sex af fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Þeir rétt mörðu Viktoria Plzen í Meistaradeildinni í gær en mæta Barcelona um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×