Bíó og sjónvarp

Baltasar sagður í viðræðum um að leikstýra yfirnáttúrulegri köfunarmynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles.
Baltasar á frumsýningu myndarinnar Adrift í Los Angeles. vísir/ap

Baltasar Kormákur er sagður í viðræðum við bandaríska kvikmyndaverið um að leikstýra myndinni Deeper. Myndin mun segja frá fyrrverandi geimfara sem er ráðinn til að sigla kafbát á dýpsta svæði hafsins. Yfirnáttúrulegir hlutir eiga sér stað þegar geimfarinn nálgast áfangastaðinn. 

Greint er frá þessu á vef Variety en þar eru tökur sagðar eiga að hefjast í vor. 

Handritshöfundur myndarinnar er Max Landis, sem á að baki handrit að myndunum BrightAmerican Ultra og Chronicle, og mun David Goyer og Kevin Turren vera á meðal framleiðenda.

MGM eignaðist réttinn að handritinu árið 2016 en þá hafði Bradley Cooper skuldbundið sig til að fara með aðalhlutverk myndarinnar. Gal Gadot var einnig orðuð við hlutverk í myndinni.

Cooper gat að lokum ekki leikið í myndinni sökum annarra verkefna. Vonast MGM til að ráða annan leikara í aðalhlutverkið sem er af sömu stærðargráðu og Cooper.

Baltasar er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að gera myndir úti á hafi. Hann leikstýrði myndinni Djúpið en síðasta mynd hans, Adrift, gerðist einnig að stórum hluta úti á hafi. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.